Birtist á mbl.is 27.1.2022

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loftsags­ráðherra tel­ur ástæðu til að styrkja sam­starf Íslands, Græn­lands og Fær­eyja í lofts­lags­mál­um og hrein­um orku­skipt­um.

Þetta kom fram í máli hans á málþingi Vestn­or­ræna ráðsins um lofts­lags­mál í gær.

Guðlaug­ur Þór sagði rík­in búa um margt við svipaðar aðstæður og að þau geti lært margt af hverju öðru, á sviði vís­inda, lofts­lagsaðgerða og viðskipta.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyti Guðlaugs kem­ur fram að hann hafi bent á að lönd­in þrjú búi um margt við svipaða ógn hvað lofts­lags­breyt­ing­ar varðar, en að efna­hag­ur og sam­fé­lag allra ríkj­anna byggi á gæðum hafs­ins og því þurfi að bregðast við súrn­un hafs­ins, breyt­ingu á haf­ís og straum­um og öðru sem hafi áhrif á líf­ríki sjáv­ar.

„Þá búi lönd­in yfir gnægð af end­ur­nýj­an­legri orku, s.s. á sviði vinds, vatns­orku og sjáv­ar­strauma, auk jarðhita á Íslandi. Þetta gefi vestn­or­rænu ríkj­un­um færi á að vera í far­ar­broddi varðandi hrein orku­skipti. Hann nefndi að Ísland hafi ný­lega ákveðið að banna olíu­leit í ís­lenskri lög­sögu, en áður hafi Græn­lend­ing­ar tekið slíkt skref.“

Ráðstefna Vestn­or­ræna ráðsins um lofts­lags­mál og græn um­skipti var hald­in í net­heim­um í gær, en auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í henni Kalistat Lund og Magn­us Rasmus­sen, ráðherr­ar um­hverf­is­mála í Græn­landi og Fær­eyj­um, auk vís­inda­manna, sér­fræðinga og annarra full­trúa frá lönd­un­um þrem­ur. 

mbl.is sótt 02/02/2022