Ríki heims verða að taka mun metnaðarfyllri skref til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda ætli þau sér að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og tryggja að meðal­hita­stig á jörðu hækki ekki um meira en tvær gráður – helst und­ir 1,5 gráðum — fyr­ir árið 2100.

Ný skýrsla lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna sýn­ir að upp­færð eða ný lands­mark­mið sem ríki heims hafa skilað inn myndu aðeins skila þeim um 0,5% sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda milli ár­anna 2010 og 2030.

Þetta hlut­fall þyrfti að vera 45% til að ná metnaðarfyllra mark­miði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, um 1,5 gráða há­marks­hækk­un, en 25% til að ná hinu, um 2 gráða há­marks­hækk­un. Aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna kall­ar skýrsl­una rauða viðvör­un fyr­ir heim­inn all­an.

Aðeins 74 ríki, sem sam­an­lagt standa und­ir 30% af los­un gróður­húsaloft­teg­unda í heim­in­um, höfðu sent inn upp­færð eða ný lands­mark­mið fyr­ir árs­lok 2020 eins og þeim bar skylda til. Ísland var ekki eitt þeirra, en upp­færð mark­mið Íslands voru send inn nú í síðasta mánuði og eru því ekki í skýrsl­unni.

Metnaðarleysi hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um

Upp­fært lands­mark­mið Íslands kveður á um þátt­töku í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­ríkja um 55% sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2030, sam­an­borið við árið 1990. Ríki ESB, ásamt Íslandi og Nor­egi, stefna því að því að draga úr los­un á svæðinu í heild um 55% en fyr­ir­hugað er að ná mark­miðinu meðal ann­ars með þátt­töku fyr­ir­tækja í viðskipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ild­ir ásamt kröf­um um hlut­falls­leg­an sam­drátt fyr­ir hvert ríki sem út­hlutað er sam­kvæmt innri reikni­regl­um mark­miðsins. Má gera ráð fyr­ir að fyr­ir Ísland hljóði það upp á um 40% sam­drátt.

„Íslensk stjórn­völd hafa hins veg­ar ekki sett sér sjálf­stætt mark­mið um sam­drátt í los­un,“ seg­ir Tinna Hall­gríms­dótt­ir, vara­formaður Ungra um­hverf­issinna. Þessu sé öðru­vísi farið í Nor­egi en lands­mark­mið Nor­egs staðfest­ir áfram­hald­andi þátt­töku í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­ríkja ásamt því að setja sjálf­stætt mark­mið fyr­ir ríkið um 50-55% sam­drátt í heild­ar­los­un án land­notk­un­ar.

„Það sýn­ir ákveðna stefnu­festu í mála­flokkn­um að setja fram eigið mark­mið. Við hefðum viljað sjá sjálf­stæðan metnað hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um sem sýna hversu mik­inn vilja þau hafa til að draga úr los­un, í stað þess að fylgja ein­ung­is þeim sam­drætti sem okk­ur verður út­hlutað og ekki setja markið neitt hærra,“ seg­ir Tinna. Ísland hafi lýst því yfir að það ætli að vera leiðandi í lofts­lags­mál­um, en það sé ekki að sjá á aðgerðum stjórn­valda.

Þá hafa sam­tök­in vakið at­hygli á skorti á áþreif­an­leg­um mark­miðum. „Til stend­ur að lög­festa mark­mið um kol­efn­is­hlut­laust Ísland árið 2040, en við erum ekki með neitt lög­fest mark­mið í millitíðinni.“

Los­un ríkja enn að aukast 

Þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um er stjórn­völd­um tamt að setja sér há­leit mark­mið langt fram í tím­ann. Ef orðum fylgja ekki gjörðir verða það seinni tíma stjórn­mála­menn sem þurfa að súpa seyðið. Þannig hafa ríki sett sér ýmis mark­mið um til­tek­inn sam­drátt um los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir til­tekið ár­tal, svo sem 2030, en þar með er ekki sagt að sam­drátt­ur­inn sé haf­inn.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að sam­kvæmt lands­mark­miðum ríkj­anna 74 verði sam­an­lagður út­blást­ur þeirra af gróður­húsaloft­teg­und­um 2,2 pró­sent­um meiri árið 2025 en var árið 2010, eða sem nem­ur 14,03 gígat­onn­um af kolt­ví­sýr­ingsí­gild­um. Á ár­un­um 2025-2030 á svo að bæta upp fyr­ir það með þeim af­leiðing­um að los­un verður 0,5 pró­sent­um minni en árið 2010. Sem fyrr seg­ir þarf sá sam­drátt­ur að vera 25-45% eigi mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins að nást.

Vert er þó að taka fram að skýrsl­an end­ur­spegl­ar aðeins aðgerðir þeirra 74 ríkja sem sendu inn upp­færð eða ný lands­mark­mið fyr­ir ára­mót og því er mögu­leiki að staðan breyt­ist er öll ríki hafa sent inn sín mark­mið. Hins veg­ar þykir skýrsl­an sýna svart á hvítu hve sterk þörf er á rót­tæk­ari aðgerðum af hálfu þeirra aðild­ar­ríkja sem ekki voru með í skýrsl­unni, eigi að ná mark­miðum sátt­mál­ans.

mbl.is sótt 07/03/2021