„Íslend­ing­ar hafa alla burði til að verða óháðir öðrum um orku­öfl­un og ná þannig fullu orku­sjálf­stæði. Við setj­um stefn­una á að Ísland verði jarðefna­eldsneyt­is­laust fyrst allra landa og a.m.k. ekki síðar en 2050. Það þýðir að bens­ín og olía heyri fortíðinni til en ork­una fáum við úr raf­magn­inu okk­ar og frá öðrum græn­um orku­gjöf­um, eins og vetni. Þannig get­um við upp­fyllt orkuþörf sam­fé­lags framtíðar­inn­ar á um­hverf­i­s­væn­an hátt,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á opn­um fundi Lands­virkj­un­ar um ný og græn orku­tengd tæki­færi í morg­un. 

Hún fjallaði meðal ann­ars um lang­tíma­orku­stefnu fyr­ir Ísland, sem kynnt var í októ­ber, og seg­ir að hún feli í sér skýra sýn um sjálf­bæra orku­framtíð.

„Orku­stefn­an var unn­in í þver­póli­tískri sátt og í sam­starfi við hagaðila, enda hafa all­ir áttað sig á mik­il­vægi þess að horfa til langr­ar framtíðar í orku- og um­hverf­is­mál­um. Það er ánægju­legt að sjá að Lands­virkj­un er vak­andi fyr­ir spenn­andi tæki­fær­um sem falla að orku­stefn­unni. Nú þegar nýt­um við nátt­úru­auðlind­irn­ar fall­vötn, vind og jarðvarma til vinnslu grænn­ar raf­orku. En við þurf­um að und­ir­búa næstu skref til að tryggja full orku­skipti á landi, í hafi og á lofti.“

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði að Ísland gæti leitt þróun í átt að jarðefna­eldsneyt­is­laus­um heimi og orku­fyr­ir­tæki þjóðar­inn­ar ætti að vera í far­ar­broddi á þeirri veg­ferð.

„Við byggj­um auðvitað á sterk­um grunni, því yfir 80% af fru­morku­notk­un Íslands eru sjálf­bær. Á sama tíma þurf­um við að leggja áherslu á að skapa ný tæki­færi til nýt­ing­ar grænu ork­unn­ar okk­ar. Ég tek und­ir með ráðherra að ný orku­stefna, sem unn­in er í breiðri og góðri sátt, er af­skap­lega mik­il­væg,“ sagði Hörður. „Hún gef­ur fyr­ir­heit um að stjórn­völd muni styðja við bakið á okk­ur inn í ára­tugi orku­skipta, með hreinni og grænni framtíð,“ er haft eft­ir hon­um í frétta­til­kynn­ingu.

Vala Valþórs­dótt­ir viðskiptaþró­un­ar­stjóri Lands­virkj­un­ar fjallaði um gagna­ver sem eru afar orku­frek. Hún benti á að hér á landi stæði þeim til boða 100% end­ur­nýj­an­leg orka, en þar að auki þyrftu þau minni orku en víða ann­ars staðar vegna þessa kalda lofts­lags sem hér er. Spáð væri 9% vexti á ári hverju næstu árin í þess­um iðnaði.

Dagný Jóns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­stjóri sagði gríðar­mikla aukn­ingu í spurn eft­ir raf­hlöðum, sem rekja mætti til örr­ar raf­bíla­væðing­ar í heim­in­um. Spáð væri að raf­bíla­sala yrði 10 sinn­um meiri árið 2030 en nú, sem jafn­framt þýddi mik­inn sam­drátt í út­blæstri. Dagný sagði mik­il tæki­færi fyr­ir Íslands í raf­hlöðufram­leiðslu, Lands­virkj­un hefði þegar fengið fjölda fyr­ir­spurna um málið og landið lægi vel við mörkuðum, jafnt í Norður-Am­er­íku sem Evr­ópu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sig­urður H. Markús­son ný­sköp­un­ar­stjóri sagði mat­væla­kerfi heims komið að þol­mörk­um. Þessi stærsta iðngrein í heimi nýtti 37% alls gróður­lend­is og 70% allr­ar ferskvatns­notk­un­ar heims væru vegna henn­ar. Mat­væla­fram­leiðsla framtíðar yrði hins veg­ar stýrt há­tæknium­hverfi. Hér væru kjöraðstæður fyr­ir sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu og um leið yrði að horfa til út­flutn­ings, rétt eins og gert væri í sjáv­ar­út­vegi, enda ís­lensk­ur markaður of lít­ill til að fram­leiðslan borgaði sig.

mbl.is sótt 27/01/2021