94% minni los­un með því að hætta frakt­flugi

Fær­eyska lax­eld­is­fyr­ir­tækið Hidd­en­fjord hætti í októ­ber öll­um vöru­flutn­ingi með flugi og með því minnkaði los­un kolt­ví­sýr­ings vegna vöru­flutn­inga fyr­ir­tæk­is­ins um 94%. Fyr­ir­tækið er fyrsta eld­is­fyr­ir­tækið í heimi sem tek­ur jafn af­drátt­ar­lausa ákvörðun sem dreg­ur úr kol­efn­is­los­un í takti við mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um brýn­ar lofts­lagaðgerðir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un World Fis­hing & Aquacult­ure. […]

Hita­met halda áfram að falla

Sam­kvæmt Kópernikus var loft­hit­inn í nóv­em­ber 0,8 gráðum hærri í nóv­em­ber 2020 en meðal­hit­inn á 30 ára tíma­bili, 1981-2010, og rúm­lega 0,1 gráðu hærri en fyrra met.

Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi

Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.

Bati efna­hags­ins í Covid ógn­ar um­hverf­inu

Aðgerðir sem miða að því að koma efna­hagn­um til bjarg­ar í heims­far­aldri eru víða um heim veru­lega óum­hverf­i­s­væn­ar. Inn­an að minnsta kosti 18 stærstu hag­kerfa heims stjórn­ast efna­hagsaðgerðirn­ar af eyðslu sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið, t.d. íviln­un­um fyr­ir olíu­fyr­ir­tæki eða önn­ur fyr­ir­tæki sem skilja eft­ir sig stór kol­efn­is­spor. Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Guar­di­an.  […]