15 milljarðar í metanól-framleiðslu á Reykjanesi

jarðvarmi

Birtist á mbl.is 05/08/2021 Hydrogen Vent­ur­es Lim­ited (H2V), alþjóðlegt orku­fyr­ir­tæki, hygg­ur á um­fangs­mikla fram­leiðslu vetn­is hér á landi sem verður nýtt við fram­leiðslu met­anóls. Met­an­ólfram­leiðslan verður að fullu um­hverf­i­s­væn en fyr­ir­hugað er að verk­smiðja H2V rísi í Auðlindag­arðinum á Reykja­nesi, í ná­grenni við annað af tveim­ur raf­orku­ver­um HS Orku. Verk­efnið skipt­ist í tvo áfanga. Í […]

Loftslagsvegvísir sjávarútvegsins

fyrir athygli

Eftir: Sigurgeir B Kristgeirsson birtist í Bændablaðinu 15/07/2021 Eggert Benedikt Guðmundsson er forstöðumaður Grænvangs, sem ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins. Vegvísinum er ætlað að styðja við markmið íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Atvinnugreinar landsins, þar með taldar sjávarútvegur og bændasamtökin, tóku höndum saman og unnu loftslagsvegvísinn í þeim tilgangi að veita […]

Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt

Mynd: Gunna Péturs

Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hélt í vor afar fróðlegt erindi, í beinni útsendingu á netinu, um þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi.

ÚR fær fyrsta sjálfbærnimerki Landsbankans

Birtist á mbl.is 05/07/2021 Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hef­ur hlotið sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans, fyrst fyr­ir­tækja. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.  Fé­lagið fær sjálf­bærni­merkið vegna MSC-vottaðra fisk­veiða. Í sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans felst að þegar fyr­ir­tæki sæk­ir um lán hjá bank­an­um get­ur það óskað eft­ir sjálf­bærni­merk­inu. Til þess að hljóta það þarf verk­efnið sem verið er að fjár­magna að […]

Lífdísill úr sláturúrgangi

féð kemur af fjalli

Birtist í Viðskiptablaðinu 02/07/2021 SORPA og ÝMIR technologies semja um tilfærslu og gangsetningu á vinnslulínu ÝMIS til meðhöndlunar úrgangs frá dýraslátrun. SORPA bs. og ÝMIR technologies ehf. hafa gert með sér samkomulag um tilfærslu og gangsetningu á vinnslulínu ÝMIS til meðhöndlunar úrgangs frá dýraslátrun við GAJU í Álfsnesi. Búnaðinum er ætlað að leysa af hólmi […]

Leggja til umhverfisháskóla á Suðurnesjum

Birtist á mbl.is 16/06/2021 Alþjóðleg­ur um­hverf­is­háskóli á Suður­nesj­un­um, í sam­vinnu við Keili, er meðal aðgerða sem lagðar eru til af Suður­nesja­vett­vangi, sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra á Suður­nesj­um,  Isa­via, Kadeco og Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um. Niður­stöðu vinnu sam­ráðsvett­vangs­ins voru kynnt­ar á fundi í Hljóma­höll­inni í Reykja­nes­bæ í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Sjálf­bær framtíð Suður­nesja.  Til­gang­ur­inn er inn­leiðing Heims­mark­miða Sam­einuðu […]

Orkuskipti hefjast í Grímsey

fyrir athygli

ANNA ÞORBJÖRG JÓNASDÓTTIR skrifar á ruv.is 15/06/2021 Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að […]

Efna til samtals um loftslagsmál og sjávarútveg

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is skrifar á mbl.is þann 01/06/2021 Það er ekki ein­ung­is ríkið sem mun þurfa að leggja sitt af mörk­um í þágu lofts­lags­mark­miðanna og er því mik­il­vægt að eiga sam­tal við at­vinnu­grein­arn­ar, út­skýr­ir Guðný Kára­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Lofts­lags­ráði, í sam­tali við 200 míl­ur. Ráðið stend­ur fyr­ir streym­is­fundi um sjáv­ar­út­vegi og lofts­lagsvæna upp­bygg­ingu í […]

Umhverfisvænar sóttvarnir á heimsmælikvarða

Birtist í Fréttablaðinu þriðjudaginn 11. maí 2021 Bacoban er byltingarkennd lausn í þrifum og sótthreinsun fyrir heimili og fyrirtæki. Efnið veitir bestu sóttvörn gegn vírusum, inflúensu, bakteríum, myglu og sveppagróum. Nýlega kom á markað hérlendis ný og byltingarkennd lausn í þrifum og sótthreinsun sem heitir Bacoban og er ætluð bæði heimilum og fyrirtækjum. Um er […]

Ótal tækifæri til grænnar atvinnuppbyggingar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar skrifa um orkuvinnslu í Morgunblaðinu.  Lausn loftslagsmála felst aðallega í þrennu. Í fyrsta lagi að stórauka endurnýjanlega orkuvinnslu. Í öðru lagi að minnka kolefnisspor framleiðslu og þar með neyslu okkar með nýsköpun og nýjum eða breyttum framleiðsluferlum. Í þriðja lagi þarf að fanga og nýta eða […]