Umhverfisráðherra kynnir nýja loftslagsskrifstofu

Stofnuð hefur verið skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands. Þetta tilkynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands sem haldinn var í dag.
Hvað getum við gert?

Þar sem ég sit hér og horfi á lífrænu banana sem ég bar með mér heim úr versluninni í gær, þá fer ég að hugsa um hversu stórt kolefnisspor þeir skilja eftir sig. Það þyrmir hálfpartinn yfir mig því þeir eru líklega komnir alla leið frá Perú sem þýðir að þeir hafa ferðast ansi langt […]
Örplast finnst í Vatnajökli

Jóhann Bjarni Kolbeinsson skrifar 25/04/2021 á ruv.is Örplast er að finna í Vatnajökli, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting hefur fengist á því að örplast sé í íslenskum jökli. Líklegt er talið að örplast sé einnig að finna í öllum öðrum jöklum hér á landi. Það voru vísindamenn við Háskólann […]
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík
Kjartan Kjartansson skrifar á visi.is 22. apríl 2021 08:01 Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og […]
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta mælt kolefnisspor sín

Eftirfarandi birtist á vef Íslandsbanka 21/04/2021 Með nýrri lausn býður Íslandsbanki notendum Íslandsbankaappsins að sjá áætlað kolefnisspor sitt. Bankinn nýtir til þess lausn, Carbon Insight, frá fjártæknifyrirtækinu Meniga, sem áætlar kolefnisspor einkaneyslu fólks. Íslandsbanki er meðal fyrstu banka í heiminum sem nýtir lausnina. Lausnin er í samræmi við markmið Íslandsbanka um að vera hreyfiafl til […]
Nýsamþykkt lög stuðla að stórauknum framlögum til almannaheillastarfsemi

Birtist á stjornarradid.is 21/04/2021 Gera má ráð fyrir milljarðaaukningu til almannaheillastarfsemi með nýsamþykktu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýsamþykkt lög taka gildi 1. nóvember 2021. Þau fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Þá er einnig kveðið […]
MÁ BJÓÐA ÞÉR BIRKIFRÆ

Birt fyrst á bb.is 26/03/2021 Landsátak Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í söfnun birkifræs hófst haustið 2020 og mikill fjöldi fræja safnaðist. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi […]
Skemmtilegt frumkvöðlaverkefni! Vindmyllugámar Sidewind styðja við umhverfismarkmið Samskipa

Birt fyrst á samskip.is 14/04/2021 Í apríl hófust fyrstu mælingar tengdar rannsóknarverkefni Sidewind um borð í Helgafelli, flutningaskipi Samskipa. Sidewind er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun umhverfisvænna lausna fyrir flutningaskip og nýtur stuðning Samskipa við verkefnið. Sidewind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir nýta hliðarvind sem annars færi […]
Skrifræði sveitarstjórna tefur skógrækt

Dæmi eru um að skógræktaráform einstaklinga og félagasamtaka tefjist vegna skipulagshindrana sveitarfélaga. Skógræktarstjóri Skógræktar ríkisins segir þetta „verulegt áhyggjuefni“ sem stafi fyrst og fremst af skrifræði einstaka sveitarstjórna.
Sólmar Marel

Sólmar Marel er annt um umhverfi sitt