Það hefur skiljanlega dregið mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi allt frá því að heimsfaraldurinn hófst. Þetta endurspeglast í mánaðarlegum uppgjörum Wizz Air en félagið er eitt örfárra flugfélaga sem upplýsir mánaðarlega um mengun af starfseminni.
Í nýliðnum janúar nam losun á koltvísýringi í tengslum við flug Wizz Air um 73 þúsund tonnum. Á sama tíma í fyrra nam losunin 306 þúsund tonnum. Samdrátturinn nemur 76 prósentum.
Nú eru þotur Wizz Air hins vegar ekki eins þéttsetnar og áður og því dreifist losunin á færri farþega. Af þeim sökum var mengunin á hvern einasta farþega 35 prósent hærri en í janúar en á sama tíma í fyrra.
turisti.is sótt 06/02/2021