Íslandsbanki gerist aðili að Grænni byggð
Íslandsbanki leggur áherslu á að vera hreyfiafl til góðra verka og hafa jákvæð umhverfis áhrif
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða
Í þessari viku hefur Atvinnulífið á Vísi fjallað um stöðu íslensks atvinnulífs með tilliti til sjálfbærni.
94% minni losun með því að hætta fraktflugi
Færeyska laxeldisfyrirtækið Hiddenfjord hætti í október öllum vöruflutningi með flugi og með því minnkaði losun koltvísýrings vegna vöruflutninga fyrirtækisins um 94%. Fyrirtækið er fyrsta eldisfyrirtækið í heimi sem tekur jafn afdráttarlausa ákvörðun sem dregur úr kolefnislosun í takti við markmið Sameinuðu þjóðanna um brýnar loftslagaðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun World Fishing & Aquaculture. […]
Kynnir ný loftslagsmarkmið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greinir frá nýjum markmiðum Íslands í loftslagsmálum í grein, sem hún ritar í Morgunblaðið í dag. Þessi markmið verða kynnt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna næstkomandi laugardag. Þessi nýju markmið Íslands eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi er boðaður aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað núverandi markmiðs um 40% samdrátt frá […]
Nýtt lofthreinsiver bindur 1 milljón tonna af CO2
Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland ehf. áformar að reisa lofthreinsiver á Íslandi sem gerir kleift að hreinsa og og binda eina milljón tonna af CO2 (koltvísýringi) úr andrúmslofti. Áætlað er að framkvæmdin kosti um 140 milljarða króna en verið verður starfrækt við Bakka á Húsavík. Byrjað var á undirbúningi þessa verkefnis fyrir tveimur árum og hefur […]
SVÞ setja sér umhverfisstefnu
Stjórn SVÞ samþykkti á fundi sínum þann 8. október sl. umhverfisstefnu fyrir samtökin. Umhverfisstefnan tekur bæði til innra starfs samtakanna en markmið hennar er ekki síður að vera aðildarfyrirtækjum og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða, hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur […]
Sjálfbær þróun leiðarljós í orkustefnu til 2050
Ný langtíma orkustefna Íslands til ársins 2050 var kynnt af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í dag. Yfirskrift orkustefnunnar er „Orkustefna til ársins 2050: Sjálfbær orkuframtíð“ og segir ráðherra að með þessu sé gætt hagsmuna núverandi og komandi kynslóða. Stefnan var unnin af fulltrúum frá öllum flokkum á Alþingi, fjórum fulltrúum ráðuneyta […]