Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra grein­ir frá nýj­um mark­miðum Íslands í lofts­lags­mál­um í grein, sem hún rit­ar í Morg­un­blaðið í dag. Þessi mark­mið verða kynnt á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna næst­kom­andi laug­ar­dag.

Þessi nýju mark­mið Íslands eru í þrem­ur liðum. Í fyrsta lagi er boðaður auk­inn sam­drátt­ur í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Í stað nú­ver­andi mark­miðs um 40% sam­drátt frá 1990-2030 verður markið sett á 55% sam­drátt eða meira.

Þá er ráðgert að efla aðgerðir, einkum í land­notk­un, sem munu auðvelda Íslandi að ná settu mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir 2040 og að auki áfanga­mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi los­un­ar á beinni ábyrgð ís­lenskra stjórn­valda í kring­um árið 2030. Þar munu skóg­rækt, land­græðsla og end­ur­heimt vot­lend­is gegna lyk­il­hlut­verki. Loks skal lögð auk­in áhersla á lofts­lag­stengd þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni, einkum á sviði sjálf­bærr­ar orku, en fram­lög Íslands til þeirra muni aukast um 45% á næsta ári, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is sótt 10/12/2020