Ótal tækifæri til grænnar atvinnuppbyggingar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar skrifa um orkuvinnslu í Morgunblaðinu.  Lausn loftslagsmála felst aðallega í þrennu. Í fyrsta lagi að stórauka endurnýjanlega orkuvinnslu. Í öðru lagi að minnka kolefnisspor framleiðslu og þar með neyslu okkar með nýsköpun og nýjum eða breyttum framleiðsluferlum. Í þriðja lagi þarf að fanga og nýta eða […]

Ætla að farga milljónum tonna kol­tví­sýrings í Straums­vík

Kjartan Kjartansson skrifar á visi.is 22. apríl 2021 08:01 Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. Móttöku- og förgunarmiðstöðin á að taka við og […]

MÁ BJÓÐA ÞÉR BIRKIFRÆ

Birki Ljósmynd: Áskell Þórisson

Birt fyrst á bb.is 26/03/2021 Landsátak Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í söfnun birkifræs hófst haustið 2020 og mikill fjöldi fræja safnaðist. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi […]

Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd

Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB

Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.

Rauð viðvör­un fyr­ir heim­inn all­an

Bet­ur má ef duga skal, er kjarn­inn í nýrri skýrslu lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ríki heims verða að taka mun metnaðarfyllri skref til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda ætli þau sér að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og tryggja að meðal­hita­stig á jörðu hækki ekki um meira en tvær gráður – helst und­ir 1,5 gráðum — fyr­ir árið 2100.