Orkuskipti hefjast í Grímsey

fyrir athygli

ANNA ÞORBJÖRG JÓNASDÓTTIR skrifar á ruv.is 15/06/2021 Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að […]

Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í Samráðsgátt

Birtist fyrst á  vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins10. júní 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda. Vinna við hvítbókina hefur staðið yfir frá því í desember 2020. Það var í lok síðasta árs sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshóp til að vinna tillögu að stefnu stjórnvalda varðandi aðlögunarmálin. […]

Umhverfisvænar sóttvarnir á heimsmælikvarða

Birtist í Fréttablaðinu þriðjudaginn 11. maí 2021 Bacoban er byltingarkennd lausn í þrifum og sótthreinsun fyrir heimili og fyrirtæki. Efnið veitir bestu sóttvörn gegn vírusum, inflúensu, bakteríum, myglu og sveppagróum. Nýlega kom á markað hérlendis ný og byltingarkennd lausn í þrifum og sótthreinsun sem heitir Bacoban og er ætluð bæði heimilum og fyrirtækjum. Um er […]

Nú þarf sjálf­bærni í öllum rekstri

Tómas Njáll Möller skrifar á visir.is 27. apríl 2021 Við erum á tímamótunvarðandi þróun umhverfis okkar og samfélaga. Við stöndum á krossgötum þar sem val um leiðir, aðgerðir og aðgerðarleysi ræður miklu um hvort við náum að snúa samfélögum okkar, framleiðslu og neyslu á braut sjálfbærni. Það mun hafa mikil áhrif á framtíð okkar, barna okkar […]

Hvað getum við gert?

mynd úr einkasafni höfundar

Þar sem ég sit hér og horfi á lífrænu banana sem ég bar með mér heim úr versluninni í gær, þá fer ég að hugsa um hversu stórt kolefnisspor þeir skilja eftir sig. Það þyrmir hálfpartinn yfir mig því þeir eru líklega komnir alla leið frá Perú sem þýðir að þeir hafa ferðast ansi langt […]

Örplast finnst í Vatnajökli

Jóhann Bjarni Kolbeinsson skrifar 25/04/2021 á ruv.is Örplast er að finna í Vatnajökli, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting hefur fengist á því að örplast sé í íslenskum jökli. Líklegt er talið að örplast sé einnig að finna í öllum öðrum jöklum hér á landi. Það voru vísindamenn við Háskólann […]

MÁ BJÓÐA ÞÉR BIRKIFRÆ

Birki Ljósmynd: Áskell Þórisson

Birt fyrst á bb.is 26/03/2021 Landsátak Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í söfnun birkifræs hófst haustið 2020 og mikill fjöldi fræja safnaðist. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi […]

Gróðursetja tré í heimsfaraldri

Þrátt fyrir að Bretland hafi verið meira og minna í höftum og allt lokað, eins og víða annars staðar á tímum covid-19, hefur loftslagshópur í þorpi í jaðri Yorkshire Dales ekki slegið slöku við. Heilu þorpin og margir skólar á svæðinu hafa tekið þátt og gróðursett milljón tré og í þeim tilgangi að draga úr […]

Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd

Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB

Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.